fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Segir að stjarnan sé ánægð hjá félaginu – Gæti orðið sá dýrasti í sögunni

Victor Pálsson
Laugardaginn 25. janúar 2025 13:00

Eden Hazard kemur inná fyrir Vinicius Junior.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Carlo Ancelotti virðist hafa staðfest það að Real Madrid sé ekki að selja stórstjörnuna Vinicius Junior sem er orðaður við Sádi Arabíu.

Lið í Sádi Arabíu er sagt vilja gera Vinicius að dýrasta leikmanni sögunnar og þá reiðubúið að borga um 300 milljónir punda fyrir Brassann.

Vinicius yrði um leið launahæsti leikmaður heims en hann er 24 ára gamall og á nóg eftir af sínum ferli.

Peningarnir geta talað sínu máli en Ancelotti sem er stjóri Real hefur fulla trú á að Vinicius verði áfram á Spáni.

,,Það sem ég veit og þessar upplýsingar koma frá leikmanninum er að hann er mjög ánægður hér og vill komast í sögubækurnar hjá Real Madrid,“ sagði Ancelotti.

,,Hann er eins og allir aðrir leikmenn sem eru hérna, við hugsum eins. Hann er mjög ánægður og vill skrá sig í sögubækurnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar