fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

England: Manchester City vann sterkan sigur á Chelsea eftir slæma byrjun

Victor Pálsson
Laugardaginn 25. janúar 2025 19:23

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City 3 – 1 Chelsea
0-1 Noni Madueke(‘3)
1-1 Josko Gvardiol(’42)
2-1 Erling Haaland(’68)
3-1 Phil Foden(’88)

Manchester City vann virkilega sterkan sigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en leikið var á Etihad vellinum.

Chelsea byrjaði mjög vel í þessum leik og komst yfir eftir aðeins þrjár mínútur eftir mistök í vörn heimamanna.

Stuttu áður en flautað var til leiksloka jafnaði Josko Gvardiol metin fyrir City með fínu marki og staðan 1-1 í hálfleik.

City skoraði svo tvö mörk í seinni hálfleiknum til að tryggja sigur en þau mörk skoruðu Erling Haaland og Phil Foden.

Haaland nýtti sér mjög slæm mistök Robert Sanchez í markinu og lagði svo upp það seinna á Foden eftir skyndisókn.

Chelsea er komið í sjötta sætið eftir tapið og er City komið í það fjórða og er með 41 stig eftir 23 leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur