fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Meistaradeildin: Liverpool vann tíu menn Lille – Ótrúleg endurkoma Barcelona

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 21. janúar 2025 22:02

Raphinha ásamt Yamal.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool vann sigur á Lille í Meistaradeildinni í kvöld en Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði þess síðarnefnda.

Það var Harvey Elliott sem tryggði Liverpool sigur en Lille var manni færri alveg frá 59. mínútu.

Mohamed Salah hafði komið Liverpool yfir áður en Jonathan David jafnaði metin fyrir Lille – Elliott skoraði svo sigurmarkið stuttu seinna.

Liverpool er á toppnum með fullt hús stiga í Meistaradeildinni eftir sjö leiki en næsta viðureign er gegn PSV.

Barcelona er í öðru sætinu og mætti Benfica á útivelli á sama tíma en sú viðureign var í raun ótrúleg.

Barcelona vann 5-4 sigur eftir að hafa lent 3-1 undir en Raphinha tryggði liðinu sigur á 96. mínútu í uppbótartíma.

Atletico Madrid vann þá Leverkusen 2-1 á heimavelli og Juventus gerði markalaust jafntefli við Club Brugge.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum