fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Kveður Arnar með söknuði og segir hann fullkominn fyrir landsliðið – „Ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 20. janúar 2025 19:30

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sölvi Geir Ottesen var í dag staðfestur sem nýr þjálfari karlaliðs Víkings. Tekur hann við við af Arnari Gunnlaugssyni og kveður hann með söknuði.

Sölvi var aðstoðarmaður Arnars en lengi var vitað að hann myndi taka við af honum fyrr eða síðar. Það raungerðist svo þegar Arnar tók við stöðu þjálfara karlalandsliðsins á dögunum.

video
play-sharp-fill

„Hann er ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær manneskja. Við áttum virkilega góða tíma saman, góðar minningar sem við deilum með hvorum öðrum,“ sagði Sölvi við 433.is í dag.

„Ég kveð hann með söknuði og stolti. Það er gaman að sjá hann taka við landsliðinu. Ég veit hvað þetta er mikilvægt og stórt fyrir hann. Ég samgleðst honum alveg í botn.

Hann er akkúrat púslið til að ná árangri þarna. Ég þekki líka til teymisins í landsliðinu og fannst mjög mikilvægt að hann fengi þetta teymi áfram. Þeir eru allir mjög færir og ég er mjög bjartsýnn fyrir framhaldið hjá landsliðinu,“ sagði Sölvi enn fremur, en hann starfaði einmitt í teymi Age Hareide sem sérfræðingur í föstum leikatriðum.

Ítarlegt viðtal við Sölva má finna í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Í gær

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum
433Sport
Í gær

United stelur lækni af Crystal Palace

United stelur lækni af Crystal Palace
433Sport
Í gær

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar
Hide picture