fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Hvaða breytingar hefur koma Arnars í för með sér? – Velta því upp hvort fyrrum lykilmaðurinn verði sóttur úr frystinum

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 13:00

Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson var í gær kynntur til leiks sem nýr þjálfari karlalandsliðs Íslands. Þetta var auðvitað til umræðu í þætti Þungavigtarinnar í dag.

Þar veltu menn því til að mynda upp hvað myndi breytast með komu Arnars, sem tekur til starfa hjá KSÍ eftir frábæran tíma með Víkingi.

„Hann ýjaði nú að gamla bandinu. Sjáum við mögulega Birki Bjarnason dúkka upp? Hann er að spila reglulega með Brescia í B-deildinni á Ítalíu,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason, en Birkir var úti í kuldanum hjá fyrrverandi þjálfaranum Age Hareide.

„Það er alltaf þannig að þjálfari á leikmenn sem forvera hans kannski líkaði við,“ svaraði Kristján og hélt áfram. „Svo er líka spurning um hvaða hvaða leikkerfi hann er að spila. Hann hefur bæði spilað 4-3-3 með Víkingana og 4-4-2. Við vorum að spila með Andra og Orra uppi á topp í síðustu leikjum með ágætis árangri.“

Aðstoðarþjálfaramálin voru einnig rædd. Davíð Snorri Jónasson er sem stendur aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins.

„Það væri eðlilegt að hann fengi bara að velja sér aðstoðarþjálfara. Það getur vel verið að það sé bara Davíð Snorri,“ sagði Mikael Nikulásson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona