fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Sjáðu myndbandið: Margir á því að Maguire hafi sagt þetta í reiðiskasti í gær

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 13. janúar 2025 09:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var mikill hiti í leik Arsenal og Manchester United í gær.

Eftir rólegan og markalausan fyrri hálfleik lifnaði leikurinn við í þeim seinni. Bruno Fernandes kom United yfir og skömmu síðar fékk Diogo Dalot sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Gabriel jafnaði fyrir Arsenal áður en Skytturnar fengu svo víti þegar Kai Havertz fór niður í teignum eftir samstuð við Harry Maguire. Þjóðverjinn virtist fara ansi auðveldlega niður en það var ekkert VAR í gær til að snúa dómnum við.

Allt varð vitlaust í kjölfarið og Maguire virkilega reiður. Virðist hann hafa kallað Havertz „svindlara“ í kjölfar atviksins.

Martin Ödegaard klikkaði þó á vítinu og það reyndist dýrkeypt því United vann viðureignina í vítaspyrnukeppni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum