fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
433Sport

Þorvaldur ræðir fundina og framhaldið – „Góðir kandídatar í að verða næsti landsliðsþjálfari“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 9. janúar 2025 16:08

Þorvaldur tók við sem formaður KSÍ fyrir tæpu ári. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, var sáttur við fundi sem sambandið átti í vikunni með þeim einstaklingum sem koma til greina sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins.

Sambandið ræddi við Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkings, í dag en hafði áður rætt við Frey Alexandersson og erlendan þjálfara, en nafn þess er ekki getið sem stendur.

„Við höfum átt mjög góða fundi með Arnari og Frey, bæði ég og varaformennirnir. Við höfum setið með þessum aðilum, þetta eru frábærir einstaklingar og góðir kandídatar í að verða næsti landsliðsþjálfari,“ segir Þorvaldur í samtali við 433.is.

Sem fyrr segir hefur erlendur þjálfari einnig mætt á fund KSÍ. „Það var annar frábær einstaklingur sem var rætt við. Við erum sátt með vikuna eins og er.“

En er sambandið nálægt því að taka lokaákvörðun um næsta landsliðsþjálfara eftir fundina undanfarið? „Við tökum spjallið á morgun og næstu daga, ráðfærum okkur við hvort annað og tökum þetta áfram næstu daga. Það var mjög gott að hitta þessa aðila í vikunni,“ segir Þorvaldur.

Það er ekki vitað hvenær ákvörðun um næsta landsliðsþjálfara mun liggja fyrir. „Ég hef engan tíma á því. Við reynum að gera þetta vel en eins hratt og við mögulega getum. Við erum með gott fólk í að fara yfir kostina sem eru í boði.“

Hver kandídat hefur sem stendur farið í eitt viðtal. Er líklegt að þeir verði boðaðir til viðtals á ný? „Það er eitthvað sem við ákveðum síðar,“ segir Þorvaldur varðandi það.

Staða landsliðsþjálfara hefur verið laus síðan Age Hareide hætti undir lok nóvember. Fyrsta verkefni nýs landsliðsþjálfara verður að fara í umspil um að halda sér í B-deild Þjóðadeildarinnar. Svo tekur við undankeppni HM 2026.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Glódís er leikfær
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Losar United sig strax við hann? – Áhugi á að fá hann aftur til Ítalíu

Losar United sig strax við hann? – Áhugi á að fá hann aftur til Ítalíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu þegar Messi brjálaðist í gær

Sjáðu þegar Messi brjálaðist í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segja þá hafa tekið óvænta ákvörðun varðandi Walker

Segja þá hafa tekið óvænta ákvörðun varðandi Walker
433Sport
Í gær

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við
433Sport
Í gær

Sjáðu atvikið uppi á Skaga í kvöld – Axel Óskar rekinn í sturtu

Sjáðu atvikið uppi á Skaga í kvöld – Axel Óskar rekinn í sturtu