fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
433Sport

Af hverju gerist þetta varla lengur á Íslandi? – „Þetta horfir þannig við mér“

433
Sunnudaginn 5. janúar 2025 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2024 var gert upp í Íþróttavikunni á 433.is á dögunum. Þá mættu Ríkharð Óskar Guðnason og Kristján Óli Sigurðsson í settið til Helga Fannars og Harðar Snævars.

Íslandsmeistarar í knattspyrnu karla hafa lítið verið í því að verja titla undanfarin ár. Það gerði Valur síðast árið 2018 og barst þetta í tal þegar Besta deild karla var tekin fyrir í þættinum.

Ríkharð telur ljóst að það spili inn í að lið séu farin að komast lengra í Evrópukeppni. Breiðablik fór í riðlakeppni Sambansdeildarinnar 2023 og Víkingur gerði gott betur og fór í útslattarkeppnina sem hefst nú eftir áramót á þessu ári.

video
play-sharp-fill

„Þetta horfir þannig við mér, þó Víkingar hafi verið nálægt þessu í ár, að ef lið eru í þessu Evrópuævintýri, þá þarftu bara að vera með 22 leikmenn og leikmenn sem veikja ekki neina stöðu þegar þeir koma inn,“ sagði Ríkharð.

Víkingur tapaði í hreinum úrslitaleik gegn Breiðabliki í Bestu deildinni í fyrra og tapaði þá úrslitaleik gegn KA í bikarnum. Liðið vann því næstum því tvöfalt þrátt fyrir árangur sinn í Evrópu. „Arnar Gunnlaugsson (þjálfari Víkings) nánast fullkomnar þetta, er tveimur leikjum frá þessu,“ sagði Helgi.

Það er þó ekkert nýtt að það sé erfitt að verja titla, eins og Kristján benti réttilega á í þættinum. „Sir Alex sagði alltaf að það er erfiðara að verja titil en sækja hann.“

Umræðan um Bestu deildina í heild er í spilaranum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Opnuðu dýrustu stúku enska boltans – Sundlaug og útsýni yfir London

Opnuðu dýrustu stúku enska boltans – Sundlaug og útsýni yfir London
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Pálmi í sjokki eftir fréttirnar úr Reykjavík í gær: Katrín blandar sér í málið – „Dýraníð já, íþróttastarf fyrir börn nei“

Pálmi í sjokki eftir fréttirnar úr Reykjavík í gær: Katrín blandar sér í málið – „Dýraníð já, íþróttastarf fyrir börn nei“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Brynjar Björn opnar sig um það þegar Grindvíkingar ráku hann úr starfi í fyrra – „Það hefur þurft að skipta um blek í prentaranum“

Brynjar Björn opnar sig um það þegar Grindvíkingar ráku hann úr starfi í fyrra – „Það hefur þurft að skipta um blek í prentaranum“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Magnað gengi Vestra heldur áfram – Hentu Íslandsmeisturunum úr leik á útivelli

Magnað gengi Vestra heldur áfram – Hentu Íslandsmeisturunum úr leik á útivelli
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Barcelona til í að losa átta leikmenn til að fjármagna kaup á þremur

Barcelona til í að losa átta leikmenn til að fjármagna kaup á þremur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Inter til í að skera United úr snörunni

Inter til í að skera United úr snörunni
Hide picture