fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Annar lykilmaður Liverpool orðaður við Spán í kjölfar þess að Liverpool hafnaði tilboði Real Madrid í Trent

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 2. janúar 2025 08:26

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að Liverpool gangi frábærlega á þessari leiktíð, sé efst í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni, er mikið talað um framtíð lykilmanna félagsins utan vallar.

Trent Alexander-Arnold er til að mynda sterklega orðaður við Real Madrid, sem er að reyna að fá hann þessa dagana. Á gamlársdag greindi The Times frá því að spænska stórliðið hafi boðið 20 milljónir punda til að fá Trent strax í janúar en því var hafnað. Reynir félagið því sennilega að fá hann til að semja um að koma frítt næsta sumar, en samningur hans er að renna út.

Getty Images

Þá er framtíð lykilmanna eins og Mohamed Salah, sem er að eiga stórkostlegt tímabil, og Virgil van Dijk, einnig í óvissu. Samningar beggja leikmanna renna út eftir leiktíðina eins og hjá Trent.

Nú segir spænski miðillinn Sport svo að enn einn lykilmaðurinn gæti farið í sumar því Barcelona hefur mikinn áhuga á Luis Diaz. Heldur blaðið því fram að Kólumbíumaðurinn vilji betri kjör á Anfield. Félagið er rólegt þar sem samningur hans rennur ekki út fyrr en 2027.

Börsungar sjá Diaz sem fullkominn kost í sóknarlínu sína og er Deco, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, jafnframt sagður mikill áðdáandi leikmannsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona