Roberto Martinez, stjóri Belgíu, varar fólk við því að loka á það að Cristiano Ronaldo muni skora þúsund mörk á sínum knattspyrnuferli.
Ronaldo skoraði mark númer 900 á dögunum en hann er 39 ára gamall og því styttist í að hann leggi skóna á hilluna.
Ronaldo er þó engum líkur og bendir Martinez á að það sé ómögulegt að útiloka það að Ronaldo nái 100 mörkum til viðbótar áður en ferlinum lýkur.
,,Það er ekki auðvelt að skora 900 mörk, þetta fer í sögubækurnar, ótrúlegur árangur,“ sagði Martinez.
,,Það sem er mikilvægast er af hverju Ronaldo skoraði markið, það var frammistaðan. Framherjinn okkar er ekki bara þarna til að skora mörk.“
,,Ég held að það sé enginn sem geti sagt að Cristiano geti ekki afrekað eitthvað, það sem hann er að gera í dag er ótrúlegt.“