Njarðvík 0 – 0 Keflavík
Það fór fram einn leikur í Lengjudeild karla í kvöld en spilað var í Njarðvík þar sem Keflavík kom í heimsókn.
Bæði lið gera sér vonir um að komast í Bestu deildina fyrir næsta ár en leiknum lauk með markalausu jafntefli.
Keflavík er í öðru sæti með 35 stig en aðeins þremur stigum á undan Njarðvík sem er í fimmta sæti með 32 stig.
Keflavík er með jafn mörg stig og ÍBV sem situr á toppnum en það síðarnefnda er með betri markatölu.