fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
433Sport

Val brugðið yfir orðbragðinu í Fossvogi á sunnudag – „Þetta voru ljót orð, við erum að tala um C-orðið“

433
Miðvikudaginn 4. september 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur Gunnarsson sérfræðingur Fótbolta.net um Bestu deildina var hissa á talsmáta í stúkunni þegar Víkingur vann Val í Bestu deildinni á sunnudag. Valur sat í stúkunni þegar Víkingur vann dramatískan 3-2 sigur.

Valur sem kallar ekki allt ömmu sína segir orðbragðið sem stuðningsmenn Víkings hafi notað verið langt yfir öll velsæmismörk.

„Ég var rétt hjá áhorfendum Víkings, ég ætla að hrósa þeim fyrir að syngja allan tímann. En 20 prósent af því fór í að styðja við sitt lið,“ sagði Valur í Innkastinu á Fótbolta.net á mánudag.

Hann segir mestan tíma hafa farið í það að hrauna yfir leikmenn Vals og dómara leiksins.

„Hitt fór í að hrauna yfir dómarann eða hrauna yfir hitt liðið, leikmenn á vellinum og Valsara. Þetta voru ljót orð, við erum að tala um C-orðið. Ég segi það ekki í útsendingu, þetta stakk mig.“

„Þetta er rosalega virkur stuðningshópur, rosalega eru þeir orðljótir. Ég er ekki mjög blygðunargjarn en ég var oft hissa hvað þeir leyfðu sér að segja.“

Valur og maður sem hann ræddi við á vellinum voru á því að Íslendingar væru ekki góðir í þeirri list eins og Bretarnir að vera með góðlátleg grín á knattspyrnuvöllum.

„Ég hitti einn í hálfleik sem nefndi þetta af fyrra bragði, Íslendingar eru ekki nógu sniðugur til banter. Það væri gott ef þeir myndu styðja liðið sitt meira.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tóku eftir skilaboðum þegar Haaland birti mynd með UFC stjörnu

Tóku eftir skilaboðum þegar Haaland birti mynd með UFC stjörnu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Óttast ástandið í Vestmannaeyjum – „Þið sjáið bara hvernig þetta er, þeir svara engu“

Óttast ástandið í Vestmannaeyjum – „Þið sjáið bara hvernig þetta er, þeir svara engu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Boðið að kaupa spænskan varnarmann sem getur komið frítt í sumar

Boðið að kaupa spænskan varnarmann sem getur komið frítt í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vekur athygli hvaða leikmenn hafa ekki þakkað Amorim fyrir

Vekur athygli hvaða leikmenn hafa ekki þakkað Amorim fyrir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Riftir eftir erfiða mánuði

Riftir eftir erfiða mánuði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Útilokaði sjálfur að taka við United

Útilokaði sjálfur að taka við United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hringdi og fékk blessun Ferguson fyrir kvöldið

Hringdi og fékk blessun Ferguson fyrir kvöldið
433Sport
Í gær

Setja umræðuna um næsta stjóra United í nýtt samhengi – Þarf að hafa þetta til að fá ráðningu

Setja umræðuna um næsta stjóra United í nýtt samhengi – Þarf að hafa þetta til að fá ráðningu