fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
433Sport

Val brugðið yfir orðbragðinu í Fossvogi á sunnudag – „Þetta voru ljót orð, við erum að tala um C-orðið“

433
Miðvikudaginn 4. september 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur Gunnarsson sérfræðingur Fótbolta.net um Bestu deildina var hissa á talsmáta í stúkunni þegar Víkingur vann Val í Bestu deildinni á sunnudag. Valur sat í stúkunni þegar Víkingur vann dramatískan 3-2 sigur.

Valur sem kallar ekki allt ömmu sína segir orðbragðið sem stuðningsmenn Víkings hafi notað verið langt yfir öll velsæmismörk.

„Ég var rétt hjá áhorfendum Víkings, ég ætla að hrósa þeim fyrir að syngja allan tímann. En 20 prósent af því fór í að styðja við sitt lið,“ sagði Valur í Innkastinu á Fótbolta.net á mánudag.

Hann segir mestan tíma hafa farið í það að hrauna yfir leikmenn Vals og dómara leiksins.

„Hitt fór í að hrauna yfir dómarann eða hrauna yfir hitt liðið, leikmenn á vellinum og Valsara. Þetta voru ljót orð, við erum að tala um C-orðið. Ég segi það ekki í útsendingu, þetta stakk mig.“

„Þetta er rosalega virkur stuðningshópur, rosalega eru þeir orðljótir. Ég er ekki mjög blygðunargjarn en ég var oft hissa hvað þeir leyfðu sér að segja.“

Valur og maður sem hann ræddi við á vellinum voru á því að Íslendingar væru ekki góðir í þeirri list eins og Bretarnir að vera með góðlátleg grín á knattspyrnuvöllum.

„Ég hitti einn í hálfleik sem nefndi þetta af fyrra bragði, Íslendingar eru ekki nógu sniðugur til banter. Það væri gott ef þeir myndu styðja liðið sitt meira.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta hafði íslenska þjóðin að segja yfir sjónvarpinu í kvöld – „Það er söguleg stund og takk frá mér“

Þetta hafði íslenska þjóðin að segja yfir sjónvarpinu í kvöld – „Það er söguleg stund og takk frá mér“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábær úrslit gegn Frökkum í Laugardal

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábær úrslit gegn Frökkum í Laugardal
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Lykilmaður Liverpool fór meiddur út af í landsleik

Lykilmaður Liverpool fór meiddur út af í landsleik
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Missir að minnsta kosti af níu leikjum hjá Arsenal

Missir að minnsta kosti af níu leikjum hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Gjaldþrot blasir við
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Eru til í að bjarga Endrick svo hann eigi séns fyrir HM

Eru til í að bjarga Endrick svo hann eigi séns fyrir HM
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tölfræði sem setur árangur Haaland í samhengi

Tölfræði sem setur árangur Haaland í samhengi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tíu bestu landsleikir Íslands síðustu árin – Tölfræði ekki tekin með í reikninginn

Tíu bestu landsleikir Íslands síðustu árin – Tölfræði ekki tekin með í reikninginn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Haaland yfirgefur hópinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma – Allir heilir eftir að vél nauðlenti

Óhugnanleg uppákoma – Allir heilir eftir að vél nauðlenti
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Balti veit ekki hvernig Gummi Ben fer að – „Ég væri grátandi“

Balti veit ekki hvernig Gummi Ben fer að – „Ég væri grátandi“