Angel Di Maria er ekkert að fela það hver hans versti stjóri á ferlinum hafi verið en það er Hollendingurinn Louis van Gaal.
Van Gaal og Di Maria náðu ekki vel saman í Manchester en Di Maria skrifaði undir hjá Manchester United árið 2014.
Argentínumaðurinn var þar í aðeins eitt ár eftir komu frá Real Madrid og fór síðar til Paris Saint-Germain.
Di Maria þoldi ekki að vinna undir Van Gaal og var ekki lengi að koma sér burt frá enska félaginu.
,,Sá versti sem ég hef unnið með er Van Gaal, ég get fullvissað ukkur um það,“ sagði Di Maria.
,,Ef þið voruð eitthvað efins varðandi það mál þá get ég bara staðfest það hér og nú.“