fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Fullyrðir að Túfa verði áfram með Val og segir – „Honum er ýmislegt fyrirgefið“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 30. september 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Srdjan Tufegdzic hefur fullt traust frá stjórn Vals og verður áfram þjálfari liðsins á næstu leiktíð. Þessu heldur fyrrum framkvæmdarstjóri félagsins fram í Dr. Football.

Tufegdzic tók við liði Vals á miðju tímabili af Arnari Grétarssyni. „Ég hef það eftir ágætlega áreiðanlegum heimildum. Planið er að hann verði áfram,“ segir Jóhann Már Helgason fyrrum framkvæmdarstjóri Vals.

Spekingar hafa rætt um að Valur gæti skoðað það að skipta um þjálfara eftir mót en stjórn Vals virðist ekki á þeim buxunum.

Jóhann heldur því fram að ástandið á leikmannahópi Vals hafi verið mjög slæmt þegar Tufegdzic tók við. „Það hefur verið talað um það að ástandið á liðinu þegar hann labbar inn í klúbbinn hafi verið þvílíkt, honum sé ýmislegt fyrirgefið.“

„Sumir hafa ekki æft mikið vegna meiðsla, það hefur gengið á ýmsu. Það er eitt af því sem hann hefur verið að rífa upp er tempó á æfingum. Stjórn Vals er ánægð með það,“ segir Jóhann.

Arnar Sveinn Geirsson fyrrum leikmaður Vals talaði á svipuðum nótum. „Þetta tekur tíma, hann breytir ekki öllu á nokkrum vikum. Liðið var komið miklu neðar og dýpra en menn héldu, það eru bara fullt af vísbendingum um það að koma í ljós. Að segja að Túfa sé ástæðan fyrir því að það hafi ekki tekist að snúa þessu við, ég held að það sé ekki lausn að hann fari.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal opið fyrir því að leyfa þessum þremur að fara strax í janúar

Arsenal opið fyrir því að leyfa þessum þremur að fara strax í janúar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“
433Sport
Í gær

Þetta beið Arons Einars þegar hann snéri aftur heim í gær – „Kemur pabbi, við elskum þig“

Þetta beið Arons Einars þegar hann snéri aftur heim í gær – „Kemur pabbi, við elskum þig“
433Sport
Í gær

Cristiano Ronaldo mætir á fund Donald Trump í Hvíta húsinu í dag – Ekki komið til Bandaríkjanna í mörg ár

Cristiano Ronaldo mætir á fund Donald Trump í Hvíta húsinu í dag – Ekki komið til Bandaríkjanna í mörg ár