Liverpool er að hefja viðræður við Mohamed Salah um nýjan samning en frá þessu segir Fabrizio Romano.
Salah er að verða samningslaus næsta vor en félagið vill halda í sinn öflugasta mann.
Salah hefur undanfarið talað eins og hann sé að fara inn í sitt síðasta tímabil á Anfield.
Félagið hefur hingað til ekki verið í viðræðum við hann en ætlar nú á fullt að ræða við hann um nýjan samning.
Salah hefur byrjað tímabilið með látum og skorað í öllum leikjum tímabilsins og var frábær í sigri á Manchester United um helgina.