Erik ten Hag, stjóri Manchester United, hefur sent skýr skilaboð til vængmannsins Antony sem fær ekki mikið að spila þessa dagana.
Antony hefur komið inná í einum deildarleik á tímabilinu og þar fékk hann aðeins að spila eina mínútu í leik gegn Brighton.
Antony stóðst alls ekki væntingar á síðustu leiktíð en hann tók beinan þátt í fimm mörkum í öllum keppnum.
Brassinn var orðaður við brottför í sumar en ljóst er að hann verður ekki fastamaður í liði Ten Hag í vetur.
,,Við æfum á hverjum einasta degi og þessir leikmenn þurfa að vinna fyrir sínu sæti í liðinu,“ sagði Ten Hag.
,,Þegar leikmennirnir gera nógu vel á æfingu og viðhorfið er til staðar þá hafa þeir öðlast rétt til að spila.“
Antony spilaðí með United í kvöld og skoraði úr vítaspyrnu í 7-0 sigri á Barnsley.