Steven Gerrard stjóri Al-Ettifaq í Sádí Arabíu gæti verið að snúa aftur til Bretlandseyja þar sem áhugi er til staðar.
Þannig vill Rangers ráða Gerrard aftur til starfa, þar gerði hann vel í sínu fyrsta starfi í þjálfun.
Gerrard fór svo til Aston Villa þar sem hann var rekinn úr starfi eftir slakt gengi.
Philippe Clement er stjóri Rangers sem er annar af risunum í Skotlandi en forráðamenn félagsins vilja Gerrard.
Gerrard er á sínu öðru tímabili með Al-Ettifaq í Ofurdeildinni í Sádí Arabíu þar sem hann þénar vel.