Sonur serbnensku goðsagnarinnar Nemanja Vidic hefur skrifað undir sinn fyrsta atvinnumannasamning.
Um er að ræða ungan strák sem ber nafnið Luka en hann er búinn að krota undir hjá liði Zeleznicar Pancevo.
Vidic er nafn sem margir kannast við en hann gerði garðinn frægan sem miðvörður Manchester United.
Vidic hefur lagt skóna á hilluna og fékk því miður ekki tækifæri á að leika með syni sínum á velli.
Luka er aðeins 17 ára gamall en hann fór aðra leið á sínum ferli og leikur á miðjunni frekar en í vörn.