Cristiano Ronaldo, fyrrum leikmaður Manchester United, var með dulnefni yfir marga leikmenn liðsins er hann spilaði á Old Trafford á sínum tíma.
Ronaldo er þar að tala um fyrri dvöl sína í Manchester en hann stoppaði stutt í endurkomu sinni fyrir nokkrum árum áður en hann hélt til Sádi Arabíu.
Ronaldo viðurkennir að hafa kallað Wayne Rooney, markahæsta leikmann í sögu liðsins, nafni ‘Shrek’ sem er teiknimyndafígúra sem flestir kannast við.
Varnarmaðurinn John O’Shea gekk undir nafninu ‘enginn rass’ og goðsögnin Paul Scholes var einfaldlega kallaður ‘sá rauðhærði.’
Ronaldo var afskaplega vinsæll á meðal stuðningsmanna United og er enn þann dag í dag en hann talaði nánast enga ensku er hann mætti til Englands árið 2003.
Hann lék með United í sex ár eða frá 2003 til 2009 og sneri svo aftur tímabilið 2021/2022 en kvaddi fljótlega.