fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
433Sport

Krísa hjá Manchester United – Þrír varnarmenn æfðu ekki í gær og Yoro lengi frá

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 9. ágúst 2024 07:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður vandasamt verk fyrir Erik ten Hag stjóra Manchester United að stilla upp varnarlínu sinni gegn Manchester City á morgun.

Englandsmeistarar City og bikarmeistarar United mætast þá í leiknum um Samfélagsskjöldinn.

Harry Maguire, Victor Lindelöf og Aaron Wan-Bissaka gátu ekki æft í gær vegna meiðsla. Maguire gat ekki spilað æfingaleik gegn Liverpool um síðustu helgi.

Þá fór Leny Yoro í aðgerð á dögunum og verður frá næstu þrjá mánuðina eða svo.

Það er því ljóst að sama saga og frá síðustu leiktíð er farin að gera vart við sig hjá United þegar varnarmenn liðsins meiddust mikið.

Lisandro Martinez, Diogo Dalot og Luke Shaw byrjuðu aðeins að æfa í þessari viku og því óvíst hversu klárir þeir eru í alvöru leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta er ástæðan sem Manchester United gefur fyrir brottrekstrinum

Þetta er ástæðan sem Manchester United gefur fyrir brottrekstrinum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tekur við United tímabundið – Er í miklum metum innan félagsins

Tekur við United tímabundið – Er í miklum metum innan félagsins
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrirspurn í Mainoo úr óvæntri átt

Fyrirspurn í Mainoo úr óvæntri átt
433Sport
Í gær

„Eins og hann væri ekki nógu stórt nafn til að stóru strákarnir hlustuðu á hann“

„Eins og hann væri ekki nógu stórt nafn til að stóru strákarnir hlustuðu á hann“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Spáir bjartari tímum framundan í Vesturbænum – „Hann veit hvað hann er að gera“

Spáir bjartari tímum framundan í Vesturbænum – „Hann veit hvað hann er að gera“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vill aftur til Evrópu og stórlið er klárt

Vill aftur til Evrópu og stórlið er klárt
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vill ekki fara í janúar

Vill ekki fara í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Á enn erfitt með að fyrirgefa að Gylfi Þór hafi verið sniðgenginn

Á enn erfitt með að fyrirgefa að Gylfi Þór hafi verið sniðgenginn