Það fóru fram tveir leikir í Lengjudeild karla í kvöld en fimm mörk voru skoruð í þeim viðureignum.
Afturelding gerði jafntefli við Leikni Reykjavík þar sem Omar Sowe tryggði gestunum stig í 1-1 jafntefli.
Afturelding er í sjötta sæti deildarinnar með 21 stig eftir 16 leiki en Leiknismenn er í fallbaráttu og sitja í tíunda sæti.
Keflavík er þá komið í þriðja sæti deildarinnar eftir sigur á Grindavík sem hefur tapað síðustu fimm leikjum sínum í röð og situr í níunda sæti.
Afturelding 1 – 1 Leiknir R.
1-0 Elmar Kári Enesson Cogic
1-1 Omar Sowe
Keflavík 2 – 1 Grindavík
1-0 Oleksii Kovtun
2-0 Kári Sigfússon
2-1 Kwame Quee