Kevin de Bruyne, leikmaður Manchester City, er mættur til leiks á æfingasvæði félagsins eftir sumarfrí.
De Bruyne er belgískur landsliðsmaður og hefur lengi verið einn allra mikilvægasti leikmaður undir Pep Guardiola.
Guardiola er að sjálfsögðu þjálfari City en hann spurði út í nýja hárgreiðslu miðjumannsins á æfingu í gær.
,,Þú verður að útskýra þessa hárgreiðslu,“ sagði Guardiola léttur við De Bruyne á æfingu liðsins.
De Bruyne er búinn að greiða hárið aftur og er með svipaða greiðslu og norski samherji sinn Erling Haaland.
Myndband af þessu má sjá hér.
Pep to Kevin De Bruyne “You have to explain this hair” #Pep pic.twitter.com/McpYEjHYRR
— The Pep (@GuardiolaTweets) August 7, 2024