fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Sven-Göran Eriksson látinn eftir baráttu við krabbamein

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 26. ágúst 2024 11:28

Sven-Göran Eriksson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum knattspyrnuþjálfarinn Sven-Göran Eriksson er látinn, 76 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein í brisi.

Í upphafi þessa árs greindi Svíinn frá veikindum sínum og sagðist eiga ár eftir í besta falli. Um er að ræða fyrrum landsliðsþjálfara Englands, sem og liða eins og Manchester City, Roma, Lazio og Fiorentina.

Eriksson sendi heiminum sína síðustu kveðju í gegnum heimildamynd á Amazon á dögunum.

„Ég hef átt gott líf. Við erum öll hrædd við að hugsa til dagsins þar sem þetta klárast, þegar við deyjum. En lífið snýst líka um dauðann. Þú verður að samþykkja hann fyrir það sem hann er,“ sagði hann.

Eriksson sagðist vonast til þess að fólk myndi hugsa hlýtt til sín eftir að hann væri farinn. Hvatti hann fólk þá til að lifa lífinu lifandi.

„Þegar þetta er búið segir fólk vonandi: „Hann var góður maður.“ Það munu ekki allir gera það en vonandi mun fólk muna eftir mér sem jákvæðum náunga sem gerði sitt besta.

Ekki líða illa, brosið. Takk fyrir allt, þjálfarar, leikmenn, stuðningsmenn. Þetta hefur verið frábært. Hugsið vel um ykkur og lifið lífinu. Bless.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift