Arnar Grétarsson var rekinn úr starfi sem þjálfari Vals í gærkvöldi, uppsögnin kom mörgum á óvart en forráðamenn Vals höfðu íhugað það í nokkrar vikur að reka Arnar.
Arnar var á sínu öðru tímabili með Val og stýrði 42 deildarleikjum á þeim tíma.
Meira:
Hafði verið til umræðu í nokkrar vikur að reka Arnar – Ferðast ekki heim með liðinu
Stigasöfnun Arnars var ágæt í starfi en Valur var með 1,97 stig að meðaltali í leik undir stjórn Arnars.
Arnari var tilkynnt um uppsögnin beint eftir tap Vals eftir gegn St. Mirren, ljóst er að brottrekstur Arnars átti sér nokkurn undirbúning en á sama tíma og tilkynnt var um uppsögn hans var tilkynnt um ráðningu á Srdjan Tufegdzic (Túfa).
Stigasöfnun Arnars:
28 stig í 15 leikjum (2024)
55 stig í 27 leikjum (2023)
Bikarleikir
Fjórir sigrar