Conor Gallagher mun mæta aftur til Englands í kvöld þar sem Atletico Madrid getur ekki keypt hann nema að selja leikmann.
Samu Omorodion neitaði að skrifa undir hjá Chelsea um helgina en félagið ætlaði að kaupa hann frá Atletico.
Gallagher hefur verið á Spáni frá því um helgina og átti bara eftir að skrifa undir.
Chelsea vill losna við Gallagher en Chelsea skoðar að kaupa Joao Felix en Atletico vill 50 milljónir punda fyrir hann.
Gallagher mætir aftur til Englands í kvöld en fær ekki að æfa með aðalliði félagsins enda á að losna við hann til að laga bókhaldið.