Birmingham City hefur staðfest komu Alfons Sampsted frá Twente í Hollandi en hann kemur á láni. Liðið leikur í þriðju efstu deild Englands.
Alfons er annar Íslendingurinn sem Birmingham fælr í sumar en Willum Þór Willumsson er einnig leikmaður liðsins.
Alfons og Willum ólust saman upp í Breiðablik og eru nú keyptir til Birmingham. Báðir koma frá Hollandi.
Did you know, there's not one, but 𝗧𝗪𝗢 current Blues players in this picture… 📸 pic.twitter.com/lpSn0uHqW4
— Birmingham City FC (@BCFC) August 12, 2024
Alfons er öflugur hægri bakvörður sem náði ekki að festa sig í sessi hjá Twente en fær nú áhugavert tækifæri.
Alfons hefur verið í íslenska landsliðshópnum undanfarið en ekki átt fast sæti í byrjunarliðinu.