Víkingur R. 1 – 1 Vestri
1-0 Valdimar Þór Ingimundarson(‘3)
1-1 Gunnar Jónas Hauksson(’83)
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk að líta beint rautt spjald í dag er hans menn mættu Vestra í Bestu deildinni.
Leiknum lauk óvænt með 1-1 jafntefli en Valdimar Þór Ingimundarson kom Víkingum yfir eftir aðeins þrjár mínútur.
Gunnar Jónas Hauksson jafnaði þó metin fyrir Vestra á 83. mínútu sem tryggði liðinu mikilvægt stig í fallbaráttunni.
Arnar missti stjórn á skapi sínu eftir það mark og fékk að launum rautt spjald frá dómara leiksins og var rekinn af velli.
Víkingar eru enn í toppsætinu