fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Var aðhlátursefni á samskiptamiðlum vegna nafnsins: Tjáir sig loksins um eigin reynslu – ,,Ég gat hlegið að þessu“

Victor Pálsson
Laugardaginn 10. ágúst 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ekki allir sem kannast við nafnið John Mousinho en hann er þjálfari Portsmouth í ensku Championship-deildinni.

Mousinho hefur gert frábæra hluti með Portsmouth sem tryggði sér sæti í næst efstu deild í vetur eftir sigur í þriðju deild.

Gert var mikið grín að ráðningu Mousinho á sínum tíma sem er að þjálfa sitt fyrsta félag sem aðalliðsþjálfari.

Ástæðan er sú að nafn hans líkist nafni goðsagnarinnar, Jose Mourinho, sem er í dag þjálfari Fenerbahce en er einn sá sigursælasti í sögu fótboltans.

Mousinho fékk bæði skítkast og gott grín í hendurnar eftir ráðninguna í fyrra og hefur nú tjáð sig um eigin upplifun.

,,Nema þú sért að fylgjast reglulega með neðri deildum Englands þá er ég ekki nafn sem þú kannast við. Ég gat hlegið að þessu,“ sagði Mousinho.

,,Þetta var ekki bara á samskiptamiðlum heldur einnig hjá fjölskyldunni, þau gerðu ansi mikið grín að þessu.“

Mousinho er sjálfur Englendingur en faðir hans er frá Portúgal og þaðan kemur nafnið. Hann gerði garðinn frægan í neðri deildum Englands allan sinn feril sem leikmaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað