fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

Sandra kemur á flugi inn í landsleikina – „Vonandi eitthvað sem ég get tekið með inn í þetta verkefni“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. júlí 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sandra María Jessen landsliðskona var brött er hún ræddi við 433.is á Laugardalsvelli í dag í aðdraganda leiks Íslands og Þýskalands í undankeppni EM.

Sem fyrr segir mætir Ísland Þjóðverjum á föstudag en á þriðjudag heimsækir liðið Pólland. Með sigri í öðrum af þessum leikjum er EM sætið tryggt.

„Þetta er rosalega skemmtilegt verkefni. Mér finnst við eiga smá inni frá síðasta leik. Við erum búnar að spila á móti þeim oft undanfarið og mér finnst framistöðurnar alltaf verða betri og betri. Ég held við getum gefið þeim alvöru leik á föstudaginn,“ sagði Sandra María, en Þýskaland vann leikinn ytra 3-1.

video
play-sharp-fill

„Við getum tekið marga jákvæða punkta úr þeim leik og farið yfir hvað var að klikka en heilt yfir var bara mjög margt jákvætt í okkar leik sem við þurfum að endurtaka og gera enn betur núna á föstudag.“

Sandra María er að eiga stórgott tímabil með Þór/KA í Bestu deildinni. Hún er komin með 15 mörk í 12 leikjum.

„Það er búið að ganga vel í sumar. Liðið er búið að spila vel og mér persónulega búið að ganga vel í að skora mörk. Það er vonandi eitthvað sem ég get tekið með inn í þetta verkefni.“

Nánar er rætt við Söndru Maríu í spilaranum hér ofar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sendir frá sér yfirlýsingu eftir ótrúlegt atvik á Old Trafford í gær

Sendir frá sér yfirlýsingu eftir ótrúlegt atvik á Old Trafford í gær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sprengju varpað úr herbúðum Real Madrid

Sprengju varpað úr herbúðum Real Madrid
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hrannar aðstoðar Jökul í Garðabænum

Hrannar aðstoðar Jökul í Garðabænum
433Sport
Í gær

Vekja mikla athygli fyrir óvænta tilkynningu sína í gær – Mynd

Vekja mikla athygli fyrir óvænta tilkynningu sína í gær – Mynd
433Sport
Í gær

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag
433Sport
Í gær

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar
Hide picture