fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Nóg að gera á skrifstofu Manchester United – Lögðu fram nýtt tilboð í gær og þrír aðrir eru á óskalistanum

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. júlí 2024 07:34

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er nóg að gera á skrifstofu Manchester United þessa stundina og nokkrir leikmenn á óskalistanum.

Í gærkvöldi greindu helstu miðlar ytra að United væri búið að leggja fram nýtt og betra tilboð í Jarrad Branthwaite, miðvörð Everton. Síðarnefnda liðið hafnaði 35 milljóna punda tilboði United samstundis á dögunum og er talið að félagið vilji tvöfalt meira fyrir þennan afar öfluga 22 ára gamla leikmann.

Nýtt tilboð United hljóðar upp á 45 milljónir punda auk 5 milljóna punda síðar meir. Vonast Rauðu djöflarnir til að það fái Everton í það minnsta í viðræður, en félagið hefur þegar samið við Brantwaite sjálfan um hans kjör.

Þó United fái Branthwaite útilokar það ekki að félagið kræki í Matthijs de Ligt, miðvörð Bayern Munchen. Talið er að hann kosti 43 milljónir punda.

Þá er Joshua Zirkzee áfram sterklega orðaður við félagið og virðast viðræður við Bologna ganga vel.

Loks vill United fá varnarsinnaðan miðjumann á svæðið og hefur Manuel Ugarte hjá Paris Saint-Germain til að mynda verið nefndur til sögunnar í því samhengi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stórfurðulegt gervigreindarmyndband frá Donald Trump vekur upp mikla kátínu

Stórfurðulegt gervigreindarmyndband frá Donald Trump vekur upp mikla kátínu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Knatthöll í Kópavogi í yfirhalningu – Fyrsti svona völlurinn á landinu

Knatthöll í Kópavogi í yfirhalningu – Fyrsti svona völlurinn á landinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mætti með heimatilbúið klám af sér og kærustunni í vinnuna og sýndi öllum – „Nei, nei, þetta er nýja kærastan mín“

Mætti með heimatilbúið klám af sér og kærustunni í vinnuna og sýndi öllum – „Nei, nei, þetta er nýja kærastan mín“
433Sport
Í gær

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Útilokar ekki að skipta um þjóðerni eftir að Skotar komust á HM

Útilokar ekki að skipta um þjóðerni eftir að Skotar komust á HM