fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Fullyrt að þjálfari Frakka skelli stórstjörnunni á bekkinn fyrir stórleik kvöldsins

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. júlí 2024 08:50

Didier Deschamps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frakkland og Spánn mætast í undanúrslitum EM í kvöld og ætlar Didier Deschamps, þjálfari fyrrnefnda liðsins, að taka stóra ákvörðun í liðsvali.

Þetta er fullyrt í franska fjölmiðlinum L’Equipe en þar kemur fram að Antoine Griezmann verði skellt á bekkinn.

Griezmann / Getty

Deschamps hefur sýnt hinum 33 ára gamla Griezmann traustið á mótinu en ætlar sér nú í varnarsinnaðra upplegg. Það þýðir að sóknarmaðurinn fer á bekkinn.

Frakkar hafa ekki enn skorað úr opnum leik, fyrir utan sjálfsmörk, á mótinu á meðan Spánn hefur verið hvað skemmtilegasta liðið.

Sigurvegari kvöldsins mætir Englandi eða Hollandi í úrslitaleik mótsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Halldór segir frá því hvers vegna hann tók ekki símann eftir brottreksturinn

Halldór segir frá því hvers vegna hann tók ekki símann eftir brottreksturinn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim tjáir sig um kerfið sitt og gagnrýni – „Þú myndir ekki segja að öll lið sem spila 4-3-3 spili eins“

Amorim tjáir sig um kerfið sitt og gagnrýni – „Þú myndir ekki segja að öll lið sem spila 4-3-3 spili eins“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dóri Árna spurður út í KR – „Mér líður enn þá þannig“

Dóri Árna spurður út í KR – „Mér líður enn þá þannig“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stjórinn undir pressu og tvö áhugaverð nöfn á blaði

Stjórinn undir pressu og tvö áhugaverð nöfn á blaði