fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
433Sport

Theodór Elmar meiddist á æfingu og bíður þess að komast í myndatöku – „Þá klárar maður bara ferilinn ári fyrr en planið var“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 26. júlí 2024 09:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Theodór Elmar Bjarnason meiddist á hné á æfingu KR í fyrradag og bíður þess að komast í myndatöku til að komast að því hvort hann er með slitið krossband.

„Ég meiddi mig í hnénu en það er ekki búið að staðfesta að það sé slitið. Ég fer í myndatöku og þá kemur það í ljós. Ég er að vonast til að ég komist í myndatöku í dag en það er ekki öruggt,“ sagði Elmar í samtali við 433.is nú í morgunsárið.

Hinn 37 ára gamli Elmar segir ljóst að sé um krossbandsslit að ræða muni hann ekki snúa aftur á völlinn. Hann er með samning við KR út næstu leiktíð.

„Þá klárar maður bara ferilinn ári fyrr en planið var. Ég sé mig ekki koma aftur miðað við hvernig leikstíllinn minn er og hvað yrði lítið eftir þegar ég gæti mögulega komið til baka. Þá færi maður bara að einbeita sér að einhverju öðru.“

En ef krossbandið er ekki slitið, heldurðu að þetta séu meiðsli sem munu halda þér frá vellinum í einhvern tíma?

„Ég hreinlega geri mér ekki grein fyrir því. Ég held að annað hvort sé þetta bara slitið eða þá að þetta er bara eitthvað smotterí. Þetta gæti verið „over extended knee“ og þá eru þetta bara 2-4 vikur,“ sagði Elmar.

Elmar sagði þá að tilhugsunin um að geta ekki hjálpað KR í þeirri brekku sem liðið er í um þessar mundir í Bestu deildinni sé slæm.

„Það væri bara rosalegur skellur. En ég get nú þá vonandi hjálpað á einhvern annan hátt ef það kemur í ljós að þetta sé slitið krossband.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Holding færir sig nær Sveindísi

Holding færir sig nær Sveindísi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Laumuðust inn í skjóli nætur og skildu þessa mynd eftir í Kópavoginum

Laumuðust inn í skjóli nætur og skildu þessa mynd eftir í Kópavoginum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Andri Fannar staðfestur í Tyrklandi

Andri Fannar staðfestur í Tyrklandi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sádarnir vilja stórstjörnuna

Sádarnir vilja stórstjörnuna
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Staðfesta komu Xhaka
433Sport
Í gær

Leikmaður Liverpool hafnaði Mourinho

Leikmaður Liverpool hafnaði Mourinho
433Sport
Í gær

Högg í maga United

Högg í maga United