fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Tómas Þór segir frá ótrúlegu boði sem hann og félagar hans fengu á Írlandi

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 22. júlí 2024 08:39

Tómas þór.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans á Símanum, sagði ansi skemmtilega sögu frá því hann ferðaðist til að sjá sína menn í Víkingi takast á við írska liðið Shamrock Rovers ytra á dögunum.

Liðin mættust í 1. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Fyrri leiknum á Íslandi lauk með markalausu jafntefli en Shamrock vann seinni leikinn 2-1 eftir grátlegan endi þar sem Nikolaj Hansen klikkaði á víti fyrir Víking.

Tómas var mættur út til Írlands í seinni leikinn ásamt góðum hópi Víkinga. Er Íslendingarnir hituðu upp fyrir leikinn á bar nokkrum barst áhugavert símtal frá stuðningsmönnum Shamrock.

„Það kom símtal á barinn þar sem var spurt hvort það væri íslenkt lið þarna,“ sagði Tómas í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu um helgina.

„Gætirðu nokkuð spurt hann hvort þeir vilji koma í slag? Við erum svona 20, ef þeir vilja að við mætum getum við farið fyrir hornið og tekið aðeins á því,“ var því næst sagt í símann.

Starfsmaður barsins bar þetta undir stuðningsmenn Víkings sem afþökkuðu en buðu írsku stuðningsmönnunum að koma í bjór og söngva ef áhugi væri fyrir hendi.

„Svo voru náttúrulega engin læti,“ sagði Tómas.

„Málið var að stuðningsmenn Djurgarden höfðu áður verið á þessum sama bar og það kemur kannski ekki á óvart að þeir þáðu þetta boð með þökkum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hákon Rafn gat lítið gert þegar City vann þægilegan sigur

Hákon Rafn gat lítið gert þegar City vann þægilegan sigur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Breiðablik framlengir við Kristinn Jónsson – Verður 36 ára á næsta ári

Breiðablik framlengir við Kristinn Jónsson – Verður 36 ára á næsta ári
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfesta nafn mannsins sem lést í gærkvöldi – Var á leið heim úr vinnu

Staðfesta nafn mannsins sem lést í gærkvöldi – Var á leið heim úr vinnu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnrýnir hugarfar Bandaríkjamanna fyrir stóru stundina

Gagnrýnir hugarfar Bandaríkjamanna fyrir stóru stundina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Forsetaframbjóðandi heitir því að reyna að fá Messi

Forsetaframbjóðandi heitir því að reyna að fá Messi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Í gær

Guðjón reiður vegna frétta af Ásvöllum – „Mjög lágt plan“

Guðjón reiður vegna frétta af Ásvöllum – „Mjög lágt plan“
433Sport
Í gær

United mætt af krafti í kapphlaupið

United mætt af krafti í kapphlaupið