fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Ten Hag ræddi við nýja manninn: ,,Vonandi geturðu lært eitthvað af honum“

Victor Pálsson
Laugardaginn 20. júlí 2024 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, vonar að nýr framherji liðsins, Joshua Zirkzee, geti lært af goðsögninni Ruud van Nistelrooy.

Van Nistelrooy er fyrrum markavél United en hann var ráðinn inn í þjálfarateymi Ten Hag á dögunum.

Zirkzee er hollenskur líkt og Van Nistelrooy en hann lék áður með bæði Bayern Munchen og Bologna.

,,Vonandi geturðu lært eitthvað af honum. Hann hefur skorað nokkur mörk. Hann er að bíða eftir þér,“ sagði Ten Hag við Zirkzee.

Zirkzee svaraði stjóra sínum og virkaði mjög spenntur á æfingasvæði félagsins.

,,Já, ég sá hann þarna inni. Hann skoraði þónokkur mörk, já!“

Vonandi fyrir Zirkzee getur landi hans hjálpað fyrir komandi tímabil sem hefst eftir tæplega mánuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Zidane rólegur af virðingu við Deschamps

Zidane rólegur af virðingu við Deschamps
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eitt stærsta félag heims reyndi að stela Antony á lokametrunum

Eitt stærsta félag heims reyndi að stela Antony á lokametrunum