fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Upp úr sauð í Breiðholti: Viðstaddir fullyrða að Baldvin segi ekki alla söguna – „Framkoma hans var til skammar“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 18. júlí 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldvin Már Borgarsson, þjálfari FC Árbæjar, var ósáttur við dómgæsluna í sigri sinna manna á Víkingi Ó. í Breiðholtinu í gærkvöldi.

Árbær vann leikinn, sem var liður í 16-liða úrslitum Fótbolti.net bikarsins, bikarkeppni neðri deilda, 3-2 en Baldvin var spjaldaður í leiknum fyrir að mótmæla. Það var hann ekki sáttur við.

Það má bara ekkert segja við þessa gauka sem eru að dæma þessa leiki hjá okkur. Leikmaður númer 6 hjá Víking Ólafsvík var búinn að brjóta endalaust, hann var meira að segja nýbúinn að labba upp að mér og slá mig í andlitið. Þeir voru ekki að spjalda rassgat á Víking Ólafsvík. Mér fannst dómgæslan ekkert æðisleg í leiknum. Gary Martin var endalaust rífandi í menn, ég var nú að spá í að labba inn í klefa með treyju fyrir hann fyrst hann að var rífandi í menn allan helvítis fyrri hálfleikinn áður en hann var tekinn útaf.

Mér fannst hann (Gary Martin) fá of mikla virðingu í dag og sama með Víking Ólafsvík sem stóra liðið í dag innan gæsalappa. Um leið og ég bað um eitthvað eitt spjald sem var bara pjúra spjald þá spjalda þeir mig bara. Það er auðvelt að spjalda unga þjálfara virðist vera,“ sagði Baldvin í samtali við Fótbolta.net eftir leik.

Netverjar gagnrýna Baldvin

Viðstaddir á leiknum létu hins vegar sumir hverjir í sér heyra um málið í athugasemdakerfi miðilsins. Vildu þessir netverjar meina að Baldvin hefði ekki sagt alla söguna.

„Þetta er nú meira ruglið sem kemur útúr þessum manni. Ég var á vellinum. Ég hef aldrei séð lið sem öskrar eins mikið og liðið hans, að manni varð illt í eyranu og þetta var vandræðalegt að horfa uppá þetta.. Þeir voru ekki að heilla mig. Þeir ættu að breyta nafninu úr Árbær í Öskuraparnir. Dómarinn var fínn og dæmdi meira á þá þar sem þeir voru sífellt að brjóta af sér. En þeir þurfa hugsanlega að fara austur á firði í næsta leik en við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því,“ skrifaði einn og fleiri tóku til máls.

„Þjálfarinn hjá Árbæ tók boltann þegar hann fór út af og neitaði að láta leikmann numer 6 fá boltann og hélt honum fyrir aftan bak. Á þessu augnabliki var þjalfarinn á gulu spjaldi og var ítrekað búið að aðvara hann. Fyrir það að neita að láta leikmann fá boltann og halda honum fyrir aftan bak átti þessi þjalfari að fá rautt spjald og fara beinustu leið út af vellinum. Framkoma hans við dómara leiksins og leikmenn Víkings var til skammar.“

Árbær spilar í 3. deild en Víkingur Ó. deild ofar. Það var því vel af sér vikið að slá Ólsara úr leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi