fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
433Sport

Ten Hag var bálreiður: ,,Langt frá því að vera ásættanlegt“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 17. júlí 2024 18:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var alls ekki ánægður með sína menn eftir leik gegn Rosenborg á mánudag.

Um var að ræða vináttuleik en þeir norsku höfðu betur með einu marki gegn engu eftir sigurmark undir lokin.

United er að byrja sitt undirbúningstímabil og gat ekki stillt upp sínu besta liði í viðureigninni.

Það voru þó fínustu leikmenn sem fengu mínútur og má nefna Jonny Evans, Casemiro, Marcus Rashford og Mason Mount.

,,Frammistaða okkar sem lið var langt frá því að vera ásættanleg,“ sagði Ten Hag í samtali við MUTV.

,,Þetta er ekki toppfótbolti. Við getum ekki verið í leikformi á þessum tímapunkti, þeir eru í mun betra standi en við en við erum Manchester United og verðum að gera betur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gerrard til í að hjálpa Liverpool

Gerrard til í að hjálpa Liverpool
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

,,Messi reyndi að fá mig til Barcelona“

,,Messi reyndi að fá mig til Barcelona“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Arsenal mætir Chelsea í undanúrslitum

Arsenal mætir Chelsea í undanúrslitum
433Sport
Fyrir 3 dögum

,,Líklega sú tækling sem ég hefði framkvæmt“

,,Líklega sú tækling sem ég hefði framkvæmt“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Van Dijk ræddi atvik helgarinnar: ,,Samtal sem þið þurfið ekki að heyra“

Van Dijk ræddi atvik helgarinnar: ,,Samtal sem þið þurfið ekki að heyra“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega