fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Sjaldan séð jafn eigingjarna framkomu á ævinni: Skýtur föstum skotum á Ronaldo – ,,Allir nema hann“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 17. júlí 2024 20:44

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dietmar Hamann, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur skotið föstum skotum á stórstjörnuna Cristiano Ronaldo.

Ronaldo lék með Portúgal á EM í sumar en liðið datt úr keppni eftir tap gegn Frakklandi í vítaspyrnukeppni.

Joao Felix reyndist skúrkurinn en hann klikkaði á einu spyrnu Portúgala sem varð til þess að liðið datt úr leik.

Flestir ef ekki allir leikmenn Portúgals reyndu að hugga Felix eftir spyrnuna en ekki Ronaldo sem virtist hugsa um sjálfan sig.

,,Allir leikmenn Portúgals gengu að Felix en Ronaldo var alveg sama – hann fór bara beint inn í klefa,“ sagði Hamann.

,,Ég held að Felix hafi þurft á huggun að halda á þessum tímapunkti frá fyrirliðanum en hann ákvað bara að fara.“

,,Ég skil ekki hvernig, hann hefur spilað leikinn í 22 ár og virðist hafa engan skilning á hvernig hlutirnir virka.“

,,Ég hef sjaldan séð leikmann eins eigingjarnan í liðsíþrótt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti
433Sport
Í gær

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans
433Sport
Í gær

Darwin Nunez strax aftur til Englands?

Darwin Nunez strax aftur til Englands?
433Sport
Í gær

Arteta vildi ekkert segja um hvort Gyökeres spili um helgina

Arteta vildi ekkert segja um hvort Gyökeres spili um helgina