fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Mbappe stoltur og hefur engar áhyggjur af númerinu – ,,Ég sé ekki hvað er á bakhlið treyjunnar“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 17. júlí 2024 19:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kylian Mbappe hefur útskýrt af hverju hann mun ekki klæðast treyju númer tíu á næstu leiktíð.

Mbappe er þekktur fyrir það klæðast tíunni í franska landsliðinu en klæddist sjöunni hjá Paris Saint-Germain í Frakklandi.

Mbappe hafði engan áhuga á að taka tíuna af Luka Modric, goðsögn Real, sem nálgast fertugt.

Framherjinn ber mikla virðingu fyrir Modric og sættir sig við það að klæðast níunni á komandi tímabili.

,,Við erum með Modric í liðinu, ég er stoltur af því að fá að sitja hliðina á honum í búningsklefanum,“ sagði Mbappe.

,,Við erum nían og tían, það skiptir ekki öllu máli. Ég sé ekki hvað er á bakhlið treyjunnar. Ég sé markið, ég gæti notað hvaða númer sem er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga