fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
433Sport

Risatíðindi frá Englandi – Southgate hættur

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 16. júlí 2024 10:08

Gareth Southgate

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gareth Southgate er hættur sem landsliðsþjálfari Englands. Þessar fréttir koma tveimur dögum eftir að liðið tapaði úrslitaleik Evrópumótsins EM gegn Spánverjum.

Samningur Southgate var að renna út í lok árs en enska knattspyrnusambandið vildi framlengja hann samkvæmt fréttum. Nú hefur kappinn hins vegar sagt upp.

Southgate hefur stýrt enska liðinu síðan 2018. Hann náði heilt yfir fínum árangri, kom liðinu tvisvar í úrslitaleik EM og einu sinni undanúrslit HM.

„Sem stoltur Englendingur hefur það verið mesti heiður lífs míns að spila með og þjálfa enska landsliðið,“ segir Southgate sem er einnig fyrrum landsliðsmaður.

„Þetta hefur haft svo mikla þýðingu fyrir mig og ég hef gefið allt sem ég á. En nú er kominn tími á breytingu, nýjan kafla. Því yfirgef ég stöðu mína.“

Enska knattspyrnusambandið þarf því að ráðast í þjálfaraleit. Næsti leikur er gegn lærisveinum Heimis Hallgrímssonar í írska landsliðinu þann 7. september. Leikurinn er liður í Þjóðadeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þetta hafði íslenska þjóðin að segja yfir sjónvarpinu í kvöld – „Það er söguleg stund og takk frá mér“

Þetta hafði íslenska þjóðin að segja yfir sjónvarpinu í kvöld – „Það er söguleg stund og takk frá mér“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábær úrslit gegn Frökkum í Laugardal

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábær úrslit gegn Frökkum í Laugardal
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Lykilmaður Liverpool fór meiddur út af í landsleik

Lykilmaður Liverpool fór meiddur út af í landsleik
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Missir að minnsta kosti af níu leikjum hjá Arsenal

Missir að minnsta kosti af níu leikjum hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Gjaldþrot blasir við
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Eru til í að bjarga Endrick svo hann eigi séns fyrir HM

Eru til í að bjarga Endrick svo hann eigi séns fyrir HM
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tölfræði sem setur árangur Haaland í samhengi

Tölfræði sem setur árangur Haaland í samhengi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tíu bestu landsleikir Íslands síðustu árin – Tölfræði ekki tekin með í reikninginn

Tíu bestu landsleikir Íslands síðustu árin – Tölfræði ekki tekin með í reikninginn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Haaland yfirgefur hópinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma – Allir heilir eftir að vél nauðlenti

Óhugnanleg uppákoma – Allir heilir eftir að vél nauðlenti
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Balti veit ekki hvernig Gummi Ben fer að – „Ég væri grátandi“

Balti veit ekki hvernig Gummi Ben fer að – „Ég væri grátandi“