fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
433Sport

Sláandi uppákoma að Hlíðarenda náðist á myndband – Líflátshótanir og lögregla kölluð til

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 12. júlí 2024 07:00

Lögregluviðbúnaður var að Hlíðarenda vegna málsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn albanska liðsins Vllaznia réðust á öryggisverði á Hlíðarenda eftir leik liðsins við Val hér á landi í undankeppni Sambandsdeildarinnar í gær. Náðist það á upptöku í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.

Albanirnir voru allt annað en sáttir með uppbótartímann í leiknum en á níundu mínútu hans jafnaði Valur í 2-2. Það er því allt jafnt fyrir seinni leik liðanna ytra.

Það varð allt vitlaust eftir leik og þurfti að kalla til lögreglu. Auk þess sem stuðningsmenn létu höggin flakka hótuðu einhverjir stjórnarmenn Vllaznia stjórnarmönnum Vals lífláti við komuna til Albaníu í seinni leikinn. Þetta kemur fram á mbl.is. Þar segir einnig að stuðningsmaður albanska liðsins hafi hrækt á fjórða dómara leiksins. Einhverjir voru handteknir í tengslum við málið.

Á Vísi segir að átök hafi þá einnig brotist út fyrir utan leikvanginn í gær. Hótanir voru hafðar í garð stuðnings- og stjórnarmanna Vals.

Hér neðar má sjá myndband af átökunum í stúkunni úr útsendingu Stöðvar 2 Sport.

Sem fyrr segir lauk leiknum sjálfum 2-2. Guðmundur Andri Tryggvason kom Valsmönnum yfir snemma leiks en Ardit Krymi jafnaði á 23. mínútu. Staðan í hálfleik var jöfn.

Kevin Dodaj virtist vera að tryggja Vllaznia sigurinn á 85. mínútu en Lúkas Logi Heimisson jafnaði í blálokin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óvæntur leikmaður orðaður við United – Sóknarmaður sem var áður hjá Everton

Óvæntur leikmaður orðaður við United – Sóknarmaður sem var áður hjá Everton
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tvær breytingar í Bestu deildunum – Einn leikur færður um dag og hinn fer fram snemma dags vegna körfubolta

Tvær breytingar í Bestu deildunum – Einn leikur færður um dag og hinn fer fram snemma dags vegna körfubolta
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bruno á að hafa hafnað fyrsta tilboði frá Sádí en er klár í samtalið – Þetta eru upphæðirnar sem talað er um

Bruno á að hafa hafnað fyrsta tilboði frá Sádí en er klár í samtalið – Þetta eru upphæðirnar sem talað er um
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kristófer lýsir raunum sínum eftir viku á gjörgæslu – „Maður veit aldrei hvað getur gerst í lífinu“

Kristófer lýsir raunum sínum eftir viku á gjörgæslu – „Maður veit aldrei hvað getur gerst í lífinu“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United ætlar að bjóða Tom Heaton nýjan samning

United ætlar að bjóða Tom Heaton nýjan samning
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Real Madrid ætlar að kaupa sex leikmenn í sumar og margir koma til greina

Real Madrid ætlar að kaupa sex leikmenn í sumar og margir koma til greina
433Sport
Í gær

Margir hissa á brottrekstrinum – Yfir tuttugu sem hafa verið reknir á þrettán árum

Margir hissa á brottrekstrinum – Yfir tuttugu sem hafa verið reknir á þrettán árum
433Sport
Í gær

Tjáir sig um skilnaðinn – „Ef þetta hefði verið undir mér komið þá hefði ég bara verið óhamingjusamur“

Tjáir sig um skilnaðinn – „Ef þetta hefði verið undir mér komið þá hefði ég bara verið óhamingjusamur“