fbpx
Laugardagur 03.janúar 2026
433Sport

Parker himinnlifandi með ákvörðun Jóa Berg – „Einhver sem ég man mjög vel eftir að spila á móti“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 10. júlí 2024 09:30

Jóhann Berg Guðmundsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Scott Parker, nýr stjóri Burnley, er himinnlifandi með að landsliðsfyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson hafi ákveðið að snúa aftur til Burnley í sumar.

Jóhann yfirgaf Burnley í vor eftir átta ár hjá félaginu en tók U-beygju á dögunum og skrifaði undir nýjan samning.

„Það gefur okkur mjög mikið. Hann kemur inn með mikla reynslu og þekkingu á félaginu. Hann kemur líka með mikil gæði og hann er einhver sem ég man mjög vel eftir að spila á móti,“ segir Parker um Jóhann.

„Vonandi kemur hann með allt sem ég ætlast til af honum og ég er viss um að hann gerir það. Hann mun hjálpa okkur mikið í ár.“

Burnley mun spila í ensku B-deildinni á næstu leiktíð. Liðið var nýliði í ensku úrvalsdeildinni í fyrra en féll strax aftur niður í B-deild undir stjórn Vincent Kompany. Parker, sem einnig hefur stýrt Fulham, Bournemouth og Club Brugge, tók við í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fullkrug mættur til Ítalíu

Fullkrug mættur til Ítalíu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Guardiola: „Misst ótrúlegan stjóra og ótrúlega manneskju“

Guardiola: „Misst ótrúlegan stjóra og ótrúlega manneskju“
433Sport
Í gær

Furðar sig á viðtali Arnars á Bylgjunni – „Mér er bara nákvæmlega sama“

Furðar sig á viðtali Arnars á Bylgjunni – „Mér er bara nákvæmlega sama“
433Sport
Í gær

Tilboð á leið í Salah úr óvæntri átt?

Tilboð á leið í Salah úr óvæntri átt?