fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Blaðamaður Morgunblaðsins sakar Ísfirðinga um að hafa logið til um kynþáttaníð – „Fyrst og fremst rógburður“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 27. júní 2024 10:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér brá heldur betur í brún þegar karlalið Fylkis í fótbolta voru sakað um kynþáttaníð á dögunum. Það skal tekið mjög skýrt fram að ég er stuðningsmaður Fylkis enda mitt uppeldisfélag og það félag þar sem sonur minn stundar sínar íþróttir í dag.“ skrifar Bjarni Helgason, blaðamaður Morgunblaðsins í blaðið í dag.

Bjarni skrifar þar skoðanapistil um mál Vestra og Fylkis, á dögunum var leikmaður Fylkis sakaður um kynþáttaníð þegar liðið vann sigur á Vestra. KSÍ rannsakaði málið en ákvað að aðhafast ekki meira.

„Ég átti mjög erfitt með að trúa þessu og sem betur fer kannski þá var ég og er lítið í vinnu þessa dagana þar sem ég er í fæðingarorlofi. Ég var því ekki mikið að kafa ofan í málið, eins og ég hefði eflaust gert ef ég væri við vinnu á hverjum degi. Ég ákvað hins vegar að kafa aðeins ofan í það eftir að KSÍ tilkynnti að sambandið myndi ekki aðhafast frekar í málinu á mánudaginn síðasta,“ skrifar Bjarni

Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra greindi frá málinu í viðtal eftir leik og stendur Vestri við fyrri yfirlýsingar þrátt fyrir að KSÍ geri ekkert í málinu.

Bjarni segir það mjög alvarlegt að saka aðila um kynþáttaníð. „Það ætti að vera öllum ljóst að það að ásaka einhvern um kynþáttaníð er háalvarlegt. Kynþáttaníð er eitthvað sem á ekki að sjást í fótboltanum og blessunarlega hefur íslenski boltinn verið nánast laus við kynþáttaníð frá því að ég man eftir mér í það minnsta. Þjálfara Vestra var augljóslega mjög heitt í hamsi þegar hann mætti í viðtal hjá Stöð 2 Sport strax eftir leik. Hann nefnir aldrei kynþáttaníð í leiknum í öðrum viðtölum eftir leikinn, þar sem
hann hafði fengið smátíma til þess að anda og róa sig niður.“

Bjarni segist hafa kafað yfir öll gögn málsins. „Eftir að hafa skoðað öll gögn málsins er ekki hægt að ætla neitt annað en að allt tal um kynþáttaníð í Árbænum sé fyrst og fremst rógburður. Vestramenn ættu að sjá sóma sinn í því að biðjast afsökunar á framferði sínu og að hafa sakað Árbæinga um kynþáttaníð frammi fyrir alþjóð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þekktur umboðsmaður kærður fyrir að eiga kynlífsþræl og að hafa nauðgað henni 39 sinnum – Sá um mál fyrir Íslendinga

Þekktur umboðsmaður kærður fyrir að eiga kynlífsþræl og að hafa nauðgað henni 39 sinnum – Sá um mál fyrir Íslendinga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sannfærður eftir að hafa rætt við annan leikmann á Instagram

Sannfærður eftir að hafa rætt við annan leikmann á Instagram