fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Elísabetu Ósk sagt upp störfum hjá KSÍ – „Ég ætla ekki að tjá mig um málefni einstakra starfsmanna“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 25. júní 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabetu Ósk Guðmundsdóttur hefur verið sagt upp störfum hjá KSÍ en þetta herma heimildir 433.is. Elísabet hafði starfað um tveggja ára skeið á knattspyrnusviði sambandsins.

Nafn Elísabetar er ekki að finna lengur undir nafnalista starfsfólk KSÍ en þar hafði nafn hennar verið síðustu tvö árin.

„Ég ætla ekki að tjá mig um málefni einstakra starfsmanna í fjölmiðlum,“ sagði Jörundur Áki Sveinsson, starfandi framkvæmdastjóri KSÍ við 433.is í gær.

Meginverkefni Elísabetar hjá KSÍ voru tengd A-landsliði kvenna og öðrum landsliðum, og heilbrigðismálum.

Elísabet var ráðin inn til KSÍ skömmu fyrir Evrópumót kvenna árið 2022 þar sem hún var með liðinu í ferð þess til Englands. Síðasta verkefni hennar var í byrjun þessa mánaðar þar sem liðið mætti Austurríki í tveimur leikjum, í því verkefni voru gerð nokkuð stór mistök hjá starfsliði KSÍ þar sem gleymdist að skrá tvo leikmenn á skýrslu. Gátu leikmennirnir ekki tekið þátt í leiknum vegna þess en ekki liggur fyrir hvort Elísabet hafi átt þar sök að máli.

Elísabet, sem er með bachelor-gráðu í viðburða- og íþróttastjórnun, hafði verið búsett í Ástralíu í 11 ár áður en hún var ráðin til KSÍ.

Frá árinu 2018 starfaði hún á afrekssviði Sundsambands Ástralíu þar sem hún vann  meðal annars með landsliðum við skipulag og fararstjórn æfinga- og keppnisferða, auk annarra verkefna tengdum afreksíþróttafólki, og að skipulagi og stjórnun keppnismóta og annarra viðburða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arna og Anika framlengja í Víkinni

Arna og Anika framlengja í Víkinni
433Sport
Í gær

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Í gær

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn
433Sport
Í gær

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning