fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Elísabetu Ósk sagt upp störfum hjá KSÍ – „Ég ætla ekki að tjá mig um málefni einstakra starfsmanna“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 25. júní 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabetu Ósk Guðmundsdóttur hefur verið sagt upp störfum hjá KSÍ en þetta herma heimildir 433.is. Elísabet hafði starfað um tveggja ára skeið á knattspyrnusviði sambandsins.

Nafn Elísabetar er ekki að finna lengur undir nafnalista starfsfólk KSÍ en þar hafði nafn hennar verið síðustu tvö árin.

„Ég ætla ekki að tjá mig um málefni einstakra starfsmanna í fjölmiðlum,“ sagði Jörundur Áki Sveinsson, starfandi framkvæmdastjóri KSÍ við 433.is í gær.

Meginverkefni Elísabetar hjá KSÍ voru tengd A-landsliði kvenna og öðrum landsliðum, og heilbrigðismálum.

Elísabet var ráðin inn til KSÍ skömmu fyrir Evrópumót kvenna árið 2022 þar sem hún var með liðinu í ferð þess til Englands. Síðasta verkefni hennar var í byrjun þessa mánaðar þar sem liðið mætti Austurríki í tveimur leikjum, í því verkefni voru gerð nokkuð stór mistök hjá starfsliði KSÍ þar sem gleymdist að skrá tvo leikmenn á skýrslu. Gátu leikmennirnir ekki tekið þátt í leiknum vegna þess en ekki liggur fyrir hvort Elísabet hafi átt þar sök að máli.

Elísabet, sem er með bachelor-gráðu í viðburða- og íþróttastjórnun, hafði verið búsett í Ástralíu í 11 ár áður en hún var ráðin til KSÍ.

Frá árinu 2018 starfaði hún á afrekssviði Sundsambands Ástralíu þar sem hún vann  meðal annars með landsliðum við skipulag og fararstjórn æfinga- og keppnisferða, auk annarra verkefna tengdum afreksíþróttafólki, og að skipulagi og stjórnun keppnismóta og annarra viðburða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Williams og Solskjær mögulega sameinaðir

Williams og Solskjær mögulega sameinaðir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
EM: Noregur vann Sviss
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rautt spjald og döpur frammistaða er Ísland tapaði fyrsta leik á EM

Rautt spjald og döpur frammistaða er Ísland tapaði fyrsta leik á EM
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fékk hjartaáfall um borð í leigubíl – Var í dái í nokkrar mínútur en er á batavegi

Fékk hjartaáfall um borð í leigubíl – Var í dái í nokkrar mínútur en er á batavegi