fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Kallar eftir ákvörðun í kjölfar þrálátrar umræðu um Viðar Örn – „Það er fíll í herberginu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 14. júní 2024 08:00

Viðar Örn Kjartansson. Mynd: Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í uppgjörsþætti RÚV eftir 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla var rætt um stöðu Viðars Arnars Kjartanssonar, fyrrum landsliðsmanns, hjá KA.

Viðar hefur mikið verið milli tannanna á fólki á leiktíðinni en hann hefur verið inn og út úr KA-liðinu. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var spurður út í fjarveru Viðars úr leikmannahópi KA í sigrinum á Fram í gær. Svaraði hann því að Viðar hafi verið að standa sig nægilega vel á æfingum. Tók hann fyrir það að fjarveran væri vegna daprar mætingar Viðars á æfingar KA.

„Þetta er miklu meira en áhugavert. Það er fíll í herberginu og allt eins gott að „addressa“ það. Hallgrímur er spurður leik eftir leik hver staðan sé á honum, hvort hann sé að mæta á æfingar. KA þarf á einhverjum tímapunkti að taka einhverja ákvörðun í þessu. Verður Viðar Örn þarna til einhverra ára? Mun hann nýtast liðinu ef hann er ekki nógu góður til að komast í hóp núna? Maður veltir þessu fyrir sér því sama staða var uppi fyrir mánuði, þá var hann ekki í hóp af því hann var ekki að standa sig nógu vel á æfingum. Hann kom í mars og það er að koma júlí,“ sagði Íþróttafréttamaðurinn Gunnar Birgisson á RÚV í gær.

„Það eru fáir íslenskir leikmenn sem eiga jafn farsælan atvinnumannaferil og Viðar Örn. Svo KA þarf að taka einhverja ákvörðun af því þeir geta ekki verið í þessu limbói allan tímann. Viðar er leikmaður sem tekur fyrirsagnir hvort sem hann er í byrjunarliðinu eða ekki í hóp. KA voru rosalega öflugir í kvöld. Hver er staðan á leikmannahópnum? Á að bíða eftir Viðari eða þarf mögulega að taka einhverja ákvörðun.“

Hörður Magnússon tók undir þessi orð Gunnars.

„Ég held að það sé augljóst vandamál. Þú þarft þá bara að slíta á þetta samstarf, sem virðist ekki hafa gengið upp einhverra hluta vegna. Þú þarft bara að leita annað.“

Viðar gekk í raðir KA í vetur eftir farsælan feril í atvinnumennsku en sem fyrr segir hefur ekki gengið sem skildi hjá honum fyrir norðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Flytur frá Manchester til Norwich

Flytur frá Manchester til Norwich
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn 2. deildarliði Kára

Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn 2. deildarliði Kára
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin þegar tveimur umferðum er ólokið – Skelfileg niðurstaða Manchester United

Ofurtölvan stokkar spilin þegar tveimur umferðum er ólokið – Skelfileg niðurstaða Manchester United
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fundaði einnig með Liverpool

Fundaði einnig með Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna
433Sport
Í gær

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn
433Sport
Í gær

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“