fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Aron Einar um nýjustu stjörnu landsliðsins – „Ég dýrka hann, hann er óhræddur við allt“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 14. júní 2024 11:30

Aron Einar og Kristbjörg. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu telur að Hákon Rafn Valdimarsson muni ekki fá tækifæri í liði Brentford í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Aron dásamar Hákon sem er orðinn markvörður íslenska landsliðsins en hann samdi við Brentford í janúar.

Hákon hefur ekkert spilað síðustu sex mánuði en Aron telur að hann sé maður framtíðarinnar hjá Brentford.

„Ég er mjög ánægður með Hákon, hann hefur komið sterkur inn í þetta og það er kraftur í honum,“ sagði Aron Einar í Þungavigtinni.

„Hann er með þannig hugarfar, ég reikna ekki með því að hann spili í ensku úrvalsdeildinni í ár.“

Aron segir að Hákon sé flottur karakter. „Það kæmi mér samt ekki á óvart, ég dýrka hann. Hann er óhræddur við allt, það kæmi mér ekki á óvart. Hann er samt keyptur fyrir framtíðina.“

Aron hefur misst af síðustu landsleikjum vegna meiðsla og var spurður að því hvort það vantaði fleiri sterka karaktera í þennan hóp „Það er undir okkur komið að búa til karaktera sem taka ábyrgð, við sem erum með reynslu þurfum að taka það til okkur. Við getum búið til karaktera, ég hef fulla trú á því að menn stígi upp í það verkefni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu helstu tilþrif Onana í fyrsta leik í Tyrklandi – Fær mikið lof fyrir frammistöðu sína

Sjáðu helstu tilþrif Onana í fyrsta leik í Tyrklandi – Fær mikið lof fyrir frammistöðu sína
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rekinn fyrir 89 dögum en er að mæta aftur til starfa

Rekinn fyrir 89 dögum en er að mæta aftur til starfa
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Í gær

Guardiola í flokk með Ferguson

Guardiola í flokk með Ferguson