fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Aron Einar um nýjustu stjörnu landsliðsins – „Ég dýrka hann, hann er óhræddur við allt“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 14. júní 2024 11:30

Aron Einar og Kristbjörg. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu telur að Hákon Rafn Valdimarsson muni ekki fá tækifæri í liði Brentford í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Aron dásamar Hákon sem er orðinn markvörður íslenska landsliðsins en hann samdi við Brentford í janúar.

Hákon hefur ekkert spilað síðustu sex mánuði en Aron telur að hann sé maður framtíðarinnar hjá Brentford.

„Ég er mjög ánægður með Hákon, hann hefur komið sterkur inn í þetta og það er kraftur í honum,“ sagði Aron Einar í Þungavigtinni.

„Hann er með þannig hugarfar, ég reikna ekki með því að hann spili í ensku úrvalsdeildinni í ár.“

Aron segir að Hákon sé flottur karakter. „Það kæmi mér samt ekki á óvart, ég dýrka hann. Hann er óhræddur við allt, það kæmi mér ekki á óvart. Hann er samt keyptur fyrir framtíðina.“

Aron hefur misst af síðustu landsleikjum vegna meiðsla og var spurður að því hvort það vantaði fleiri sterka karaktera í þennan hóp „Það er undir okkur komið að búa til karaktera sem taka ábyrgð, við sem erum með reynslu þurfum að taka það til okkur. Við getum búið til karaktera, ég hef fulla trú á því að menn stígi upp í það verkefni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi