fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
433Sport

Aron Einar um nýjustu stjörnu landsliðsins – „Ég dýrka hann, hann er óhræddur við allt“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 14. júní 2024 11:30

Aron Einar og Kristbjörg. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu telur að Hákon Rafn Valdimarsson muni ekki fá tækifæri í liði Brentford í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Aron dásamar Hákon sem er orðinn markvörður íslenska landsliðsins en hann samdi við Brentford í janúar.

Hákon hefur ekkert spilað síðustu sex mánuði en Aron telur að hann sé maður framtíðarinnar hjá Brentford.

„Ég er mjög ánægður með Hákon, hann hefur komið sterkur inn í þetta og það er kraftur í honum,“ sagði Aron Einar í Þungavigtinni.

„Hann er með þannig hugarfar, ég reikna ekki með því að hann spili í ensku úrvalsdeildinni í ár.“

Aron segir að Hákon sé flottur karakter. „Það kæmi mér samt ekki á óvart, ég dýrka hann. Hann er óhræddur við allt, það kæmi mér ekki á óvart. Hann er samt keyptur fyrir framtíðina.“

Aron hefur misst af síðustu landsleikjum vegna meiðsla og var spurður að því hvort það vantaði fleiri sterka karaktera í þennan hóp „Það er undir okkur komið að búa til karaktera sem taka ábyrgð, við sem erum með reynslu þurfum að taka það til okkur. Við getum búið til karaktera, ég hef fulla trú á því að menn stígi upp í það verkefni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Vill ekki fara í janúar

Vill ekki fara í janúar
433Sport
Í gær

Á enn erfitt með að fyrirgefa að Gylfi Þór hafi verið sniðgenginn

Á enn erfitt með að fyrirgefa að Gylfi Þór hafi verið sniðgenginn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mateta gæti komið eftir allt saman

Mateta gæti komið eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þjálfarinn fimm árum yngri en elsti leikmaður liðsins

Þjálfarinn fimm árum yngri en elsti leikmaður liðsins
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guardiola: „Misst ótrúlegan stjóra og ótrúlega manneskju“

Guardiola: „Misst ótrúlegan stjóra og ótrúlega manneskju“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ramos reynir að fjárfesta í fyrrum félagi sínu

Ramos reynir að fjárfesta í fyrrum félagi sínu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Furðar sig á viðtali Arnars á Bylgjunni – „Mér er bara nákvæmlega sama“

Furðar sig á viðtali Arnars á Bylgjunni – „Mér er bara nákvæmlega sama“
433Sport
Fyrir 2 dögum

U-beygja hjá leikmanni United

U-beygja hjá leikmanni United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Cheryl fór út í smáatriðin í svefnherberginu – Hann dýrkaði þegar hún gerði þetta

Cheryl fór út í smáatriðin í svefnherberginu – Hann dýrkaði þegar hún gerði þetta