fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Mikil reiði vegna þessara ummæla Jurgen Klopp á kveðjuhátíðinni í gær

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 29. maí 2024 11:28

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var haldin kveðjustund fyrir Jurgen Klopp í M&S Bank Arena í Liverpool-borg í gær.

Klopp hætti nýverið sem stjóri Liverpool eftir níu frábær ár, þar sem hann vann allt sem hægt var að vinna.

Það var farið yfir víðan völl á viðburðinum í gær og meðal annars virtist Klopp skjóta á Chelsea. Hann hrósaði eigendum Liverpool í leiðinni.

„Við ættum að þakka fyrir að hafa þessa eigendur en ekki þá sem keyptu félag í London. Ég hefði ekki lifað af eitt ár með þeim. Loksins þegar þeir spila góðan fótbolta og eru á réttri leið er stjórinn rekinn hvort sem er. Fólk heldur alltaf að grasið sé grænna hinum megin,“ sagði Klopp meðal annars.

Þarna er hann vafalaust að tala um Chelsea og eigandann Todd Boehly. Mauricio Pochettino var látinn fara á dögunum þrátt fyrir að virðast vera að rétta af skútuna.

Þetta fór illa í marga stuðningsmenn Chelsea.

„Einn Englandsmeistaratitill á níu árum. Hann er heppinn að Liverpool er metnaðarlaust félag,“ skrifaði einn netverji.

„Við unnum jafnmarga Englands- og Evrópumeistaratitla og hann á þessum tíma og við áttum samt léleg ár,“ skrifaði annar og mun fleiri tóku í sama streng.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi