fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Greenwood gæti æft með Manchester United

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. maí 2024 07:00

Mason Greenwood / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mason Greenwood gæti æft með Manchester United í sumar þó svo að hann eigi enga framtíð hjá félaginu. The Athletic segir frá.

Enski sóknarmaðurinn er á láni hjá Getafe en á ár eftir af samningi sínum við United. Félagið vonast til að selja hann í sumar en takist það ekki verður hann sennilega lánaður á ný.

Stórlið eins og Juventus, Napoli, Atletico Madrid og Dortmund hafa öll verið sögð áhugasöm um Greenwood sem er að eiga flott tímabil með Getafe.

Greenwood er skráður leikmaður Getafe til 30. júní en takist United ekki að finna kaupanda fyrir þinn tíma er lítið sem stoppar leikmanninn í að mæta til æfinga United á undirbúningstímabilinu. Það breytir því þó ekki að hann á öllum líkindum ekki eftir að spila annan leik fyrir félagið.

Greenwood var lengi undir rannsókn lögreglu, grunaður um gróft ofbeldi í nánu sambandi. Málið var fellt niður snemma á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki