fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
433Sport

Neville sendir pillu á söngvarann heimsfræga – ,,Ekki tala um Manchester, þú býrð í London“

Victor Pálsson
Laugardaginn 25. maí 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville, goðsögn Manchester United, hefur skotið á goðsögnina Noel Gallagher en það er nafn sem margir kannast við.

Gallagher er þekktastur fyrir það að vera söngvari í hljómsveitinni Oasis sem var gríðarlega vinsæl um allan heim áður en hún hætti störfum 2009.

Gallagher er harður stuðningsmaður Manchester City og var mættur á völlinn er liðið vann Englandsmeistaratitilinn um síðustu helgi.

Neville sem starfar í dag í sjónvarpi segir að það sé þó rangt af Gallagher að tjá sig mikið um Manchester þar sem hann býr í London og sést afskaplega lítið á þeim slóðum.

,,Hann hefur verið stór hluti af sögu Manchester en hann býr í London,“ sagði Neville um söngvarann.

,,Veistu hvað ég á við, Noel? Ekki tala um Manchester.. Þú býrð í London. Þú getur ekki byrjað að tjá þig um Manchester.“

,,Hann hefur ekki verið hérna í 25 ár. Hann kemur hérna einu sinni á ári til að taka þátt í fögnuðinum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag

Fyrrum Arsenal-maðurinn loks búinn að finna sér félag
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Meiðslin halda áfram að herja á Arsenal

Meiðslin halda áfram að herja á Arsenal
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju

Lögregla rannsakar árás sem geysivinsæll áhrifavaldur varð fyrir – Þrír verið handteknir og borgarstjórinn sendi kveðju
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik

Stjarnan sækir markvörð frá Augnablik
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“

KSÍ og SÁÁ setja á laggirnar mikilvægt verkefni – „Ef ég hefði ekki farið þessa leið þá sæti ég ekki hér í dag“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Horfðu á ræðu Henry þar sem Salah er gagnrýndur – Tók dæmi frá eigin ferli

Horfðu á ræðu Henry þar sem Salah er gagnrýndur – Tók dæmi frá eigin ferli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þrjár framlengdu við Víking

Þrjár framlengdu við Víking
433Sport
Í gær

Afar mikilvægur sigur Liverpool – Chelsea komst yfir en tapaði

Afar mikilvægur sigur Liverpool – Chelsea komst yfir en tapaði