fbpx
Laugardagur 15.júní 2024
433Sport

Davíð Snorri nýr aðstoðarlandsliðsþjálfari

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. maí 2024 08:53

Davíð Snorri Jónasson. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Snorri Jónasson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Hann hættir þar með sem þjálfari U-21 árs landsliðs karla.

Davíð tekur við af Jóhannesi Karli Guðjónssyni sem hætti til að taka við AB í Danmörku á dögunum. Davíð hefur þjálfað U-21 árs liðið síðan 2021 en nú verður fundinn nýr einstaklingur í það starf.

Af vef KSÍ
KSÍ hefur gengið frá ráðningu Davíðs Snorra Jónassonar í stöðu aðstoðarþjálfara A landsliðs karla og verður hans fyrsta verkefni með liðinu komandi vináttuleikir gegn Englandi 7. júní og Hollandi 10. júní.

Davíð Snorri, sem er fæddur árið 1987 og hefur lokið KSÍ Pro gráðu, þjálfaði Leikni R. ásamt Frey Alexanderssyni árin 2013-2015 og komu þeir liðinu í efstu deild karla í fyrsta sinn í sögu þess árið 2015. Davíð þjálfaði U17 landslið karla árin 2018 til 2020 og fór m.a. með liðið alla leið í lokakeppni EM 2019, áður en hann tók við stjórnartaumunum hjá U21 landsliði karla í byrjun árs 2021 og hans fyrsta verkefni með liðinu var úrslitakeppni EM í Ungverjalandi það ár. Hann hefur þjálfað U21 liðið síðan þá við góðan orðstír og fór m.a. með liðið í umspil um sæti í lokakeppni EM 2023, en færir sig nú um set yfir til A landsliðsins.

KSÍ býður Davíð Snorra velkominn í nýtt hlutverk.

Leit að nýjum þjálfara U21 landsliðs karla er hafin. Næstu leikir liðsins eru í september, þegar undankeppni EM 2025 heldur áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Að bera litinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þrjú lið á Englandi hafa áhuga á að kaupa Abraham í sumar

Þrjú lið á Englandi hafa áhuga á að kaupa Abraham í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu þegar Arnar og Óskar hittust í kvöld – „Enginn illa lyktandi ljóslaus búningsklefi hér“

Sjáðu þegar Arnar og Óskar hittust í kvöld – „Enginn illa lyktandi ljóslaus búningsklefi hér“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arnar hlustar ekki á neitt rugl – „Plís ekki fara að væla um það“

Arnar hlustar ekki á neitt rugl – „Plís ekki fara að væla um það“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Verður yngsti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar

Verður yngsti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fær sér öl í ljósi vonbrigða – Borgar 1,1 milljón fyrir nóttina

Fær sér öl í ljósi vonbrigða – Borgar 1,1 milljón fyrir nóttina
433Sport
Í gær

Sjáðu blaðamannafundinn í beinni – Stórleikur á Hlíðarenda og Gylfi situr fyrir svörum

Sjáðu blaðamannafundinn í beinni – Stórleikur á Hlíðarenda og Gylfi situr fyrir svörum
433Sport
Í gær

Fer Van Dijk í sumar? – Stendur til boða að verða launahæsti varnarmaður í heimi

Fer Van Dijk í sumar? – Stendur til boða að verða launahæsti varnarmaður í heimi
433Sport
Í gær

Jurgen Klopp birti myndband af sér í gær – Var mættur aftur á Anfield

Jurgen Klopp birti myndband af sér í gær – Var mættur aftur á Anfield