fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
433Sport

Margir stuðningsmenn Arsenal hissa – Óvænt nafn orðað við félagið: ,,Hver er þetta?“

Victor Pálsson
Mánudaginn 20. maí 2024 20:30

Brian Brobbey.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

The Independent birtir ansi athyglisverða frétt í dag en miðillinn fjallar þar um markmið Arsenal í sumarglugganum.

Independent segir að Arsenal horfi á tvo framherja fyrir næsta tímabil en einn af þeim er Alexander Isak.

Nafn Isak kemur ekki á óvart en hann stóð sig virkilega vel með Newcastle á þessu tímabili.

Hitt nafnið kemur þó heldur betur á óvart en það er Brian Brobbey sem er á mála hjá Ajax í Hollandi.

Brobbey hefur áður verið orðaður við Manchester United en hann er 22 ára gamall og hefur skorað 22 mörk í 42 leikjum á tímabilinu.

Brobbey leikur með Íslendingi hjá Ajax en Kristian Nökkvi Hlynsson er á mála hjá félaginu og fékk mikið að spila í vetur.

Stuðningsmenn Arsenal hafa tjáð sig um mögulega komu Brobbey og voru duglegir að tjá sig á samskiptamiðlinum X.

,,Hver er þetta? Er ég einn um það að hafa aldrei heyrt um þennan gaur?“ skrifar einn um Brobbey.

Annar bætir við: ,,Hann getur ekki verið verri en Gabriel Jesus, burt með hann og inn með BB!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Albert skoraði í grátlegu jafntefli Fiorentina

Albert skoraði í grátlegu jafntefli Fiorentina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu atvikið – Keane rekinn af velli fyrir að toga í taglið á framherja Úlfanna

Sjáðu atvikið – Keane rekinn af velli fyrir að toga í taglið á framherja Úlfanna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Barcelona vill sækja sér varnarmann frá City í janúar

Barcelona vill sækja sér varnarmann frá City í janúar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Læknir hjá Liverpool virðist uppljóstra um stöðuna með breytingum í Fantasy

Læknir hjá Liverpool virðist uppljóstra um stöðuna með breytingum í Fantasy
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal fer til Tyrklands

Fyrrum leikmaður Arsenal fer til Tyrklands
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fullyrða að hann hafi hafnað því að taka við Manchester United

Fullyrða að hann hafi hafnað því að taka við Manchester United